Thursday, March 15, 2007

Í augnablikinu

er slökkt á tímaskynjaranum á mér.
Það virðist alltaf vera sömu dagarnir sem renna upp, föstudagur, helgi, mánudagur, föstudagur, mánudagur.
Þetta er á köflum hálf dularfullt og ógnvekjandi.
Hvað verður um hina dagana?
Þeir eru líka mjög fínir og skemmtilegir:-)
En svona er þetta daglega líf, vikan byrjar, svo kóræfing á þriðjudagskvöldum, miðvikudagar oftast rólegir, búddafundir á fimmtudögum(samt ekki vikulega), helgin nálgast, oft hægt að sofa út, sameiginlegar kyrjanir í boði á laugardagsmorgnum og sunnudagskvöldum, rólegir sunnudagar og svo er aftur ný vika..

Það er alveg að koma páskafrí:-))

Nóg að gera um helgina: hjálpa mömmu að taka til í geymslunni, hitta vinina, bíóferð, vídjókvöld, ungmennahátíð á laugardagskvöld, vinna verkefni í endurmenntun á sunnudag, og svo aftur ný vika..

Já það er yndislegt að vera til og upplifa svona margt:-)

Ég segi þá núna góða helgi og vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

Lífið er fullt af ófyrirsjánalegum þjáningum. En eins og Eleanor Roosevelt segir: "Ef þú getur lifað af [erfiðar aðstæður] getur þú brotist í gegnum allt. Þú ávinnur þér styrk, hugrekki og sjálfstraust með sérhverri reynslu þar sem þú virkilega nemur staðar til að horfast í augu við óttann. Þú getur þá sagt við sjálfan þig, – Ég lifði af þennan hrylling. Ég get tekist á við það næsta sem kemur upp." Þetta er kórrétt. Að stríða við mikla erfiðleika gerir okkur kleift að þroskast stórkostlega. Þá getum við kallað fram og birt hæfileika sem blundað hafa hið innra með okkur. Erfiðleikar geta verið uppspretta nýs, kraftmikils vaxtar og jákvæðrar framþróunar.