Monday, March 12, 2007

Kökubakstur

Nú hefst sögustund um kökubakstur:-)
Sagan hefst á því að tilkynnt er í vinnunni að á morgun sé starfsmannakaffi og undirrituð eigi að koma með köku. Þar sem ég er hvorki hrifin af að baka né hef mikla reynslu í því er ákveðið að redda sér með því að grípa ostaköku í búðinni á leiðinni heim.

Að loknum vinnudegi minnist ég á þetta snilldarráð við samstarfskennara minn en fæ vægast sagt neikvæðar undirtektir þar sem viðkomandi segist ekki borða svoleiðis kökur..
Hún heimtar að fá súkkulaðiköku og bendir mér á Betty Crooker djöflakökuduft:-)
Ég umla eitthvað á móti en ákveð svo að taka áskoruninni og spyr svona meira í gríni hvernig eigi að fara að(því ég hef notað svona deig áður).
Að útskýringum loknum berst talið að kreminu og ég segi voða góð með mig að hægt sé að fá tilbúið krem í dollum frá sama framleiðanda. Þá hnussar í minni, það verði sko að vera heimatilbúið krem, búið til úr flórsykri, kaffi og ákveðinni tegund af kakói.
Þá hlæ ég við og segi" þvílíkar kröfur góða mín" :-)
En get ekki skorast undan þegar þarna er komið sögu;-)

Nú tekur búðarferðin við. Farið er á milli ganga til að finna allt hráefni. Kökuduftið finnst fljótt sem og ólífuolían. Öllu verra er að þetta ákveðna kakóduft er ekki til í búðinni;-(
Nú eru góð ráð dýr en málinu er bjargað þegar flórsykur með súkkulaðibragði finnst í einni hillunni, og til að gera kremið enn bragðmeira er tekin ákvörðun á staðnum um að blanda Swiss Miss kakódufti út í kaffið og sykurinn og fær ein dós af því að fljóta með í körfunni:-0
Til að toppa allt kaupi ég Smartís til skreytingar:-)

Heimabakstur
Þegar kvölda tekur er farið að huga að sjálfum bakstrinum. Undirrituð er orðin nett taugaóstyrk og tilkynnir heimafólki að áhættuatriði kvöldsins sé að hefjast:-)
Þá bregður svo við að einn fjölskyldumeðlimur verður mjög áhugasamur og vill endilega hjálpa til, fer að taka fram form og hráefni og stilla ofninn. Mín verður þá örlítið nervusari(þó líka í gríni í bland) og biður viðkomandi góðlátlega um að yfirgefa eldhúsið, og sá hinn sami flýr út í bílskúr í hláturskasti:-)
Nú er ekkert til fyrirstöðu, kveikt er á útvarpinu og skellt sér í að smyrja formið og sulla saman efnum. Náð er í þeytara og hrært vel og lengi næstum því þar til höndin er orðin dofin..+
Síðan er deiginu ausið og smurt í formið og allt inn í sjóðheitan ofninn, klukkan stillt á 30 mín og fengið sér kaffi. Að loknum bökunartíma er kakan brún og falleg og lítur eðlilega út. Staðan núna er þannig að kakan er að kólna við opinn glugga og ég á eftir að búa til kremið og skreyta með Smartís, vonandi gengur það allt vel;-)
En hvort kakan sé æt, það kemur í ljós á morgun..

Ég þakka góða áheyrn og vona að þið hafið notið sögunnar:-)
Góðar stundir
Sandra kökumeistari:-)