Sunday, May 16, 2010

yndisleg

helgi að baki:-)
Fór á magnaðan og góðan ungrakvennafund á föstudagskvöldið, heyrði frábærar reynslur, leiðsagnir, fræðslu og tók þátt í góðum umræðum:-)

Í gær var ég í ábyrgð á laugardagskyrjun, fór svo í Kringluna og keypti afmælisgjöf handa vinkonu minni:-)
Fór svo í 30 ára afmælispartý í gærkvöldi hjá vinkonu minni sem útskrifaðist með mér úr FÁ(Ármúlaskóla) fyrir 10 árum og við fórum saman ásamt fleiri í útskriftarferð til Portúgals árið 2000:-)
Ég hitti líka í partýinu fleiri krakka úr Ármúla og sum þeirra hef ég ekki hitt í nokkur ár, gaman að hitta þetta fólk aftur og endurnýja gömul kynni:-)
Svo fórum við 3 Ármúlapæjur niður í bæ og dönsuðum í tæpa 2 tíma á skemmtistöðunum Torvaldsen og Austur, rosa fjör og gaman:-)

Í dag komu svo Jói, Lára og Gunnar Aðalsteinn í heimsókn:-)
Við förum m.a. í gönguferð í Mosó og fengum okkur svo ís og ávexti hér heima að gönguferð lokinni:-)
Ég tók nokkrar myndir og setti þær í myndasafnið:-)

Svo er jafnvel stefnt á bíóferð í kvöld að sjá Robin Hood:-)

Vil þakka öllum sem ég hitti um helgina fyrir góðar og skemmtilegar samverustundir:-)

Vona að þið eigið góða viku framundan..
Hópknús...
Sandra sumarbarn...

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:

12.maí

Ég vil að þú skiljir hárnákvæma starfsemi hugans. Það hvernig þú stillir huga þinn og öll framkoma þín hefur mikil áhrif á sjálf þitt og umhverfi. Búddíska kenningin um að hvert augnablik innihaldi þrú þúsund möguleika, útskýrir fullkomlega hinn sanna kjarna lífsins. Í gegnum kraft okkar innri styrks, getum við umbreytt sjálfum okkur, fólki í kringum okkur og landinu sem við búum í.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda