Sunday, May 28, 2006

Long time, no see

Dagarnir líða svo hratt að það er erfitt að hafa undan í öllum þeim verkefnum og atburðum sem gerast hvern dag. Stundum er þannig að ekki er um mikið að skrifa og í önnur skipti er svo mikið að gerast að erfitt er að ákveða hvar á að byrja;-)

Hvað hafa nú dagarnir borið í skauti sér?
byrjum á Júróvisjondeginum. Byrjaði á því að fara upp á Vífilstaði til að athuga með bækur sem mig langaði í. Búðin var ekki opin þegar ég kom þangað og því spjallaði ég aðeins við vini mína sem voru í ábyrgð og fékk mér kaffibolla. Þegar ég var að fara þá kom "búðarfólkið" en átti ekki til bókina sem ég var að leita eftir, svo að ég hélt áfram ferð minni á næsta áfangastað sem var í skólanum mínum (því ég var að vinna nokkra tíma þennan dag). Það var hátíð í hverfinu sem og uppskeruhátíð nemenda og sýning á verkum þeirra í skólanum. Flott sýning og glæsileg náms og listaverk hjá þeim. Við vorum búin að setja upp sýningu í stofunni okkar og komu börnin stolt og ánægð að sýna fjölskyldum og vinum verkin sín:-)
Margt var á dagskrá og má þar nefna: skrúðgöngu, leiki, kaffihús, atriði á sal og ekki má gleyma Idol stjörnunni sem kom að syngja, ekkert smá töffari þar á ferð;-)
Skrapp að þessu loknu í verslunarleiðangur og keypti mér aðeins fyrir kvöldið (t.d. röndóttar sokkabuxur og töff svartan bol með silfurlituðum texta ROCK framan á ) sem var nú fyndin tilviljun út af sigurlagi Finna. Fór heim og lagði mig, náði að horfa aðeins á keppnina, fór svo að taka mig til og fór svo í partý og endaði að sjálfsögðu á djamminu, fengum ekki miða á NASA og fórum á REX í staðinn, svaka stuð:-)

Var með góðan, skemmtilegan og fróðlegan umræðufund hér heima á þriðjudeginum:-)
Umræðuefnið var : að vaxa í trú og ábyrgð og höfðum við sko um margt að spjalla og framkvæma í því sambandi. Til dæmis tóku sum okkar auka ábyrgð á fundinum vegna forfalla eins félaga og aðrir voru að taka ábyrgð á fundi í fyrsta skipti( meira að segja einn gesturinn sem er í öðru hverfi, en hefur komið áður )

Margt fleira hefur verið á dagskrá og sumt hefur dottið upp fyrir vegna annara viðburða, til dæmis (og nú fer ég að fá móral), hef ég ekki komist / farið í leikfimi í 2 vikur!
Bæti sko úr því í næstu viku;-)

Var að vinna aðeins upp í skóla í dag, og á uppstigningadag, að vinna í og klára námsmatið, höfum bara hreinlega ekki komist í það fyrr, alltaf eitthvað sem kom uppá og því urðum við bara að nota frídagana í það. gott að vera búnar með það ;-)
Man ekki eftir meira í bili..
jú, er búin að fá leigðan sal fyrir afmælið mitt:-)


Leiðsögn dagsins hljómar svo:
Tilgangurinn með því að við útbreiðum lögmálið er að við gerum hverjum sem er kleift að njóta lífsins til fullnustu og algerrar fullnægju með þessari stórkostlegu trú. Hún veitir einnig fjölda fólks sem þjáist hugrekki og von. Hugrekki sem þannig er skapað er tignarlegt flagg friðar.
Ikeda