Wednesday, March 16, 2005

Árshátíðir

á færibandi. Á morgun verður árshátíð nemanda haldin í skólanum. Við vorum á fullu í dag að æfa okkur og undirbúa fyrir það. Að sjálfsögðu verða kennarar með skemmtiatriði og ég þarf að læra textann minn í kvöld :-)
Ég fékk að prófa í fyrsta skipti í dag að kenna íþróttir. Það var svolítið fyndið og skemmtilegt.
Á leiðinni heim kom ég við í Bónus til að kaupa eitthvað í gogginn og sá mér til mikillar gleði að verðið hafði lækkað aftur. Nýy verðstríð í uppsiglingu? :-)
Skyr kostaði 15 kr, mjólk 22 kr og sjampó 99 kr, svo einhver dæmi séu tekin.

Nú svo má ekki gleyma hinni árshátíðinni sem er á laugardaginn. Það er bara orðið djamm og djús á hverri helgi núna:-) Hvar endar þetta eiginlega??