Tuesday, March 01, 2005

Stemming

Núna líður mér undarlega. Ég er á svolítlum blús núna, læt hugann reika um liðin ár og tónlistin í græjunum tekur undir, soldið heimspekilegt. Mér liður ágætlega í svona ástandi og miðað við allt sem þarf að gera í sambandi við vinnuna er ég róleg og hugsi og í einskonar leiðslu. það er mjög erfitt að útskýra svona andrúmsloft, en ég er viss um hvað þið vitið hvað ég er að tala um. Það er mikið sem þarf að hugsa um, og nokkur erfið mál sem þarf að taka á.(vinnan). Stundum velti ég því fyrir mér hvaða tilgangi þetta þjóni allt saman, til hvers er mannkynið hér á jörð. Fólk fæðist, er í baráttu allt lífið við að halda lífi, fer í nám, til að fá vinnu, til að eignast pening til að kaupa fæðu, þak yfir höfuðið, og fataleppa á búkinn til að fela nektina, fjölgar sér til að viðhalda mannkyninu, hættir að vinna vegna aldurs og á endanum deyr og þá er hringnum lokað, líkaminn er grafinn, brenndur, frystur og breytist í ösku eða mold. Hvaða vit er nú í þessu ferli? Hvernig væri myndin ef að lífsneistinn hefði ekki kviknað, engin jörð til eða aðrir hnettir?
Já, ekki hef ég svör við þessu en svona pælingar fara í gengum huga minn núna.