Wednesday, March 09, 2005

verðsamkeppni

Þessi samkeppni er orðin frekar absúrd. Ég var skoða 2 daga gamlan pistil frá mér um sama efni og sjáið þið muninn. Ég fór aftur í Krónuna í dag og þá voru verðin svona: Mjólkurlíter = 1kr, jógúrt = 29 kr, skyr= 27 kr, Engjaþykkni= 26 kr.
Önnur lág verð t.d. pylsubrauð = 43 kr og Brassi = 55 kr.
Verðin breytast svo hratt að hillumerkingar eru orðnar úreltar um leið og þegar maður kemur á kassann er allt annað verð þar.
Mikið rosalega væri gaman ef að þetta myndi haldast svona en ég er hrædd um að sá draumur endist ekki.