Setti
svolítið af af slóðum á síðuna og breytti henni örlítið svona til að hressa aðeins upp á þetta.
Það er alveg dámsamlegt að byrja fríið á því að vera veikur. Ég er með hálsbólgu og kvef, beinverki og er drulluslöpp. Í dag hef ég sofið mikið og horft á dvd og reynt að lesa þess á milli. Ég var orðin slöpp í gær en langaði til að fara á árshátíðina og dreif mig af stað og sá ekki eftir því.
En það er nú samt svolítið fyndið og kaldhæðnislegt að ég sé veik núna af tveim ástæðum:
a) Ég hef ekki fengið neina pest í vetur og aldrei tekið frí og alltaf mætt utan einn dag sem ég var mjög slöpp og treysti mér alls ekki í vinnuna. Ég er mjög hissa á þessu því ég reiknaði með að tína upp allar pestir sem gengu vegna þess að ég hafði ekki umgengist börn í mjög langan tíma áður en ég byrjaði að kenna.
b) Við starfsfólkið í skólanum hefur verið að hálfgrínast með það að maður eigi að nota fríin í að vera veikur, því þá hefur maður virkilega tíma til þess og nú er ég komin í nokkra daga frí svo að...
En ég vona nú að ég verði fljótt hress og geti notað fríið í eitthvað skemmtilegra en að liggja hóstandi og pirruð í rúminu.
<< Home