Ég
frétti það í gær að verðstríðinu væri lokið og að verðið hefði hækkað aftur.
Bekkjarkvöldið tókst vel og krakkarnir stóðu sig með prýði í atriðunum. Það var góð mæting og fín stemming. Við sýndum skemmtiatriði, borðuðum léttar veitingar og spiluðum á spil.
Mikið rosalega var ég þreytt þegar ég kom heim um klukkan 8 það kvöld og löngum vinnudegi lokið.
Í gærkvöldi var svo árshátíðin hjá vinnunni. Hún tókst mjög vel og það var rosa stuð. Maturinn var fínn og vel útilátin, skemmtiatriðin frumleg og flott og óvenjumargir vinningar í happdrættinu. Að lokum var ágætis diskótek og ég bláedrú og í miklu stuði og var eins og dansfífl á gólfinu :-). Mjög gaman, og fínt að fá smá hreyfingu og útrás eftir erfiða vinnutörn.
<< Home