Sunday, May 06, 2007

Ljóðamynd

Ég var að útbúa klippimynd við ljóðið "Myndin hennar Lísu" sem við ætlum að kenna börnunum í komandi viku.
Börnin útbúa ljóðabækur og túlka ljóðin sem við lærum með myndskreytingum.
Því bjó ég til litla mynd sem þau geta unnið eftir ef þau vilja.
Þetta tiltekna ljóð og lag er í miklu uppáhaldi hjá mér.
Textinn inniheldur fallegan og góðan boðskap um frið, vináttu og frelsi,
og lagið við ljóðið er gullfallegt.
Langar að setja hér inn fyrir ykkur fallega textann:-)

Gult er fyrir sól, grænt fyrir líf,
grátt fyrir þá sem reka menn út í stríð,
hvítt fyrir börn sem biðja um frið,
biðja þess eins að mega lifa eins og við.
Er ekki jörðin fyrir alla?

Taktu þér blað, málaðu á það,
mynd þar sem allir eiga öruggan stað,
augu svo blá, hjörtu sem slá,
hendur sem fegnar halda frelsinu á.
Þá verður jörðin fyrir alla.

Lag og texti: Olga Guðrún Árnadóttir

Kórtónleikarnir okkar voru í dag og tókust þeir með miklum ágætum. Nú er kórinn komin í frí fram á haust, og hlakka ég mikið til að byrja aftur:-)

Vil enda færsluna á leiðsögn frá Ikeda:
Nema því aðeins að við lifum til fulls, einmitt núna, ekki einhvern tíma í framtíðinni, mun sönn fullnægja í lífinu ganga okkur úr greipum til eilífðarnóns. Fremur en að fresta aðgerðum til framtíðar, ættum við að leita skilnings á lífinu, hugsa og framkvæma það sem þýðingarmest er, einmitt núna, þar sem við erum stödd – láta hjörtu okkar loga og tendra upp líf okkar. Við getum ekki lifað innblásnu lífi með öðrum hætti.