Dugnaður
Já, við pæjurnar erum sko ekki lengi að snara fram nokkrum verkefnum, vorum að skila af okkur tveim verkefnum núna, og svo bíða fleiri í fyrramálið:-)
Góður dagur í dag, vaknaði um hádegi, kíkti í blöðin og námsbækur,
fór svo á fámenna en góðmenna kyrjun seinnipartinn,
kyrjun, gongyo, meiri kyrjun og svo grænmetisúpa og brauð á eftir;-)
Svo fór kvöldið í verkefnavinnu og nú er ég að fara að hvíla mig..
Vil óska öllum til hamingju með daginn, allavega stór dagur fyrir búddista, en líka fyrir frænku mína og fjölskyldu því í dag var Hannes Pétursson(Brynjuson) skírður með viðhöfn, og fær hann sérstakar hamingjuóskir í tilefni dagsins:-)
Læt þetta nægja í bili og gef Ikeda orðið:
17.mars
Þið megið ekki leyfa ykkur að verða gömul fyrir aldur fram. Vinsamlega lifið með anda æskunnar. Það er það sem búddisminn kennir okkur að gera, og það er þannig sem lífinu ætti að vera lifað. Ef þið skuldbindið ykkur til að vinna að hag annara, munuð þið yngjast upp. Ef þið helgið líf ykkar því að hjálpa öðrum, munuð þið vera ung. Kraftur Nam-mjóhó-renge-kjó ábyrgist það.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home