Tuesday, March 25, 2008

Jæja

þá er hið fræga "páskahret" komið, kalt úti, vindur og létt snjókorn falla úr skýjunum.

Páskafríið flogið hjá og rútínan tekin við:-0
Sat hér áðan við tölvuna og pikkaði inn flottar sögur eftir nemendur, ætlum svo að búa til glæsilegar bækur með sögum og teikningum:-)

Er nú á leið á kóræfingu, svo fundur á morgun og hinn, leikfimi á föstudag, kyrjun á laugardag, Kosen-rufu fundur á sunnudag og matarboð einhverntíma um helgina, ásamt hópaverkefnavinnu:-)
jamm um að gera að hafa nóg fyrir stafni;-)

Kveð í bili..
Sandra söngfugl:-)

Leiðsögn dagsins:

25.mars

Við lifum ekki lengur á tímum þar sem ein manneskja getur axlað alla ábyrð. Að sjálfsögðu mun ennþá einhver vera skipaður opinberlega sem forseti til að sjá um daglegan rekstur samtakanna, en þegar allt kemur til alls hvílir framtíðar þróunin á því að hver meðlimur taki þá ábyrgð sem forseti Soka Gakkai þarf að taka. Með þessum anda, þessari ábyrgðartilfinningu, þessu fordæmi í því sem þið gerið, megið þið ávallt vinna að kosen-rufu og fyrir sigri fólksins. Megið þið líka byggja upp Soka Gakkai þar sem allir geta færst fram af gleði, Soka Gakkai óendanlegra framfara.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda