Árshátíð
í dag var árshátíðin hjá nemendum og gekk allt eins og sögu, börnin stóðu sig vel í atriðum og svo var dansiball á eftir sem var mjög skemmtilegt:-)
Við kennararnir vorum líka með atriði og að þessu sinni gerðum við grín að okkur sjálfum í orðum og söng,
sömdum svona gamanvísur:-)
Vísan um mig er svona:
Sandra Halldórsdóttir
er létt og ljúf í lund.
Hún sveiflar pilsi fínu
og setur bekkjarfund.
Og svo sveiflast pilsið og pilsið sveiflast svo
og svo sveiflast pilsið og pilsið sveiflast svo
Þetta á að syngja við lagið "ég á gamla frænku sem heitir Ingeborg"
með tilheyrandi dansi, mjaðmadilli og pilssveiflum:-)
Mjög fyndið og gaman;-)
Eftir að dansi, söng, leikriti, kaffi og kökuáti lauk, drifum við okkur skólapæjurnar að klára verkefnið í námskeiðinu í Kennó sem átti að skila í dag..
Vil óska Ingu Rún hjartanlega til hamingju með afmælið í dag:-)
Óska ykkur góðrar helgar og vona að þið hafið það gott;-)
Sandra sæta..
Vil enda á leiðsögn frá Ikeda um hamingjuna:
6.mars
Það er engin þörf á óþolinmæði. Ef þú getur gert eitthvað áreynslulaust frá byrjun, muntu ekki finna neina fullnægju eða gleði. Það að halda stöðugt áfram, og leggja sig allan fram við uppbygginguna, þar liggur grundvallarhamingjan.
<< Home