Tuesday, March 18, 2008

Skúra

skrúbba og bóna, ryksugan á fullu, jamm það eru víst að koma páskar;-)

VH1 músíkstöðin hátt stillt, þátturinn "smell like ´90", lög frá 1990-1999, nostralgían fer á fullt, minningar poppa upp hver af annarri:-)

Fleiri flachback undanfarið, skólaseta, staðlotur og hópverkefni, t.d. í gær sátum við hér fjórar vinkonur frá morgni fram á miðjan dag og unnum verkefni, mjög skemmtilegt, minnir á þegar ég var í grunnnámi í KHÍ, bara gaman en stundum snúið að finna lausnir, heimahús, kaffidrykkja, umræður, pásur, tölvur, Word, Blackboard, WebCT, geggjað flashback:-)

Verkefni leyst á færibandi undanfarna tvo daga, í gær tvö verkefni og kvöldið þar á undan sátum við Gyða hér (ásamt einni úr hópnum sem er í Danmörku en var með í gengum tölvusamskipti) og leystum tvö verkefni, þannig að samanlagt var skilað 4 verkefnum á tveim dögum:-)

Í kvöld er kóræfing og annaðkvöld umræðufundur, en svo ekkert meira á dagskrá í bili.

Jamm, svona gengur nú lífið fyrir sig hjá mér þessa daganna.
Hafið það sem best um hátíðarnar og passið ykkur á páskaeggjunum:-)
Sandra sæta, (sem er búin að kaupa sér lakkríspáskaegg:-)



Leiðsögnin frá Ikeda:
18.mars

Við skulum gera okkar besta til að viðhalda því hlýlega andrúmslofti sem er innan SGI – andrúmslofti þar sem meðlimum finnst þeir frjálsir að því að ræða um hvað sem þeim liggur á hjarta. Ef við gerum það ekki, munu samtökin okkar hætta að vaxa, hætta að þroskast. SGI er heimur mannúðar hjartans, trúar, samhyggðar. Það er heimur einingar og gagnkvæms innblásturs. Þess vegna er SGI sterkt. Ef við höldum áfram að virða og rækta þessa eiginleika, mun SGI halda áfram að vaxa og þroskast að eilífu. Ég vil lýsa því yfir hér og nú að andrúmsloft þar sem við getum rætt hvað sem er
er grundvallaratriði fyrir SGI.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda