Saturday, March 15, 2008

jæja

komin í páskafrí í vinnunni, tók heim með mér stafla af vinnubókum sem ekki hefur verið tími til að fara yfir.

Fór í staðlotu í vikunni, gaman að koma í skólann og vera nemandi:-)
Var róleg í gærkvöldi, horfði á Bandið hans Bubba og maulaði snakk..

Í morgun var sameiginleg kyrjun og hátíð þar sem við vorum að halda upp á ungmennadag SGI sem er á morgun 16.mars:-)
Skemmtileg og hvetjandi dagskrá sem gekk vel og var ég fundarstjóri í dag:-)

Eftir fundinn fór ég í heimsóknir til mömmu, afa og setti blóm á leiðið hjá ömmu.
Í kvöld er stelpukvöld, vídjógláp og diskósveifla fram á nótt:-)

Á morgun er súpukyrjun hjá hverfinu mínu og svo um kvöldið kemur vinkona mín í heimsókn og ætlum við að byrja á áhugaverðu verkefni sem tengist einu námskeiðinu í skólanum.
Síðan á mánudagsmorgun koma skólapæjurnar til mín og ætlum við að klára verkefni í hinu námskeiðinu sem við erum í;-)

Læt þetta nægja í bili, vona að þið eigið góða daga framundan og hafið það sem best:-)
Sandra

Leiðsögn frá Ikeda:

16.mars, dagur kosen-rufu.

Andi þessa dags liggur ekki í tilkomumiklum athöfnum eða hljóm-miklum orðum. Hann liggur í því að vera sigurvegari. Það er það mikilvægasta af öllu. Í lífinu og í kosen-rufu, annaðhvort töpum við eða sigrum. Ég mundi vilja að þið væruð sigurvegarar í báðum atriðum. Það skiptir engu hvað afsakanir við reynum að finna upp, að gefast upp undan ósigri færir okkur eymd og við töpum virðingu annara. Ég vona að hvert ykkar, án undantekninga, munið fylla líf ykkar með óteljandi sigrum.

Kosen-rufu dagurinn

16.mars 1958: Yfir 6,000 ungmenni tóku þátt í athöfn í höfuðmusterinu þar sem Josei Toda annar forseti SGI afhenti ábyrgðina á útbreiðslu búddisma Daishonin til allra meðlima ungmennadeildarinnar.