Wednesday, March 05, 2008

Halló

ertu nokkuð týnd:-)

Nei, ekki alveg, en ég hef verið grafin í námsbókum, verkefnum og vinnu undanfarið;-)
og svo hef ég farið á kyrjanir, fundi, kóræfingu og fleira skemmtilegt:-)

Framundan er margt spennandi, t.d. er árshátíð nemenda á föstudaginn, kaffiútskriftarboð á sunnudaginn, fundur annaðkvöld, og eitthvað fleira;-)
og svo sit ég sveitt núna að klára verkefni í skólanum sem þarf að klárast fyrir hádegi á föstudag...

Var að fá frábærar fréttir af frænku minni og kærastunum hennar og litla bumbubúanum sem kemur í sumar og óska ég þeim innilega til hamingju:-)

Einnig vil ég óska Soffíu sætu afmælispæju innilega til hamingju með daginn:-)

Læt þetta nægja í bili..
Risaknús:-)
Sandra

Leiðsögn dagsins frá Ikeda:
5.mars

Það sem einn einstaklingur leggur á sig getur verið óumræðanlega mikilvægt. Nichiren Daishonin talar endurtekið um að sigur byggist ekki á fjölda, heldur á viðhorfi eða ákveðni hóps eða einstaklings. Í einu broti skrifar hann: “allir í Japan, frá þjóðhöfðingja niður í almenning, án undantekninga, allir reyndu að vinna mér mein, en ég hef lifað af til þessa dags. Það er af því að þótt ég sé aleinn, þá á ég sterka trú [á Lótus sútruna]” (MW-3, 198).

Með öðrum orðum, þá gerði hin sterka trú hans honum kleift að fagna sigri. Þessi kafli snertir mig djúpt.