Sunday, March 30, 2008

Með sól í hjarta



tók ég ákvörðun um bætta heilsu:-)

Til að byrja með ætla ég að einbeita mér að tveim þáttum:
að vera dugleg að fara í ræktina og hreyfa mig
og hætta næstum alveg að borða sætindi:-)

Í vikunni hef ég mætt 3 sinnum í leikfimi, fyrsta skiptið var á laugardaginn fyrir páska, síðan skelltum við okkur vinkonurnar í danstíma á föstudagskveldið og í gær fór ég svo aftur í ræktina, ætlaði í danstíma en hann féll niður, svo ég fór í staðinn á brettið og í tækin:-)

Átak að koma sér af stað, en þegar komið er á staðinn þá er þetta ekkert mál;-)
Er núna með harðsperrur í maganum og bakinu, en það er bara gott, og sýnir að vöðvarnir eru að styrkjast og taka við sér:-)

Hef líka haldið mér frá sælgæti, nema í gær þegar ég leyfði mér smá sykurlaust súkkulaðikex..

En nú er ég komin af stað og ætla að standa við þessi markmið:-)

Annað sem ég hef dundað við um helgina:
Fór á frábæra kyrjun í gærmorgun, og fór svo til mömmu í gærkvöldi. Við áttum notalega stund saman, fengum gott að borða og horfðum á vidjó:-)
Svo kemur Gyða til mín í dag til að vinna í verkefni sem á að skila fljótlega..

En nóg um mig, hvernig líður ykkur:-)
Vona að þið eigið frábæra viku framundan...
Risaknús til ykkar yndislegu vinir mínir:-)

Leiðsögn dagsins:
30.mars

Það eru mörg öfl sem hafa áhrif á að bænum sé svarað, en það mikilvæga er að halda áfram að biðja þar til þeim er svarað. Með því að halda áfram að biðja, getur þú endurskoðað sjálfan þig af óbilandi hreinskilni og byrjað að færa líf þitt á jákvæða braut á vegi einlægs, stöðugs átaks. Jafnvel þótt bænir þínar beri ekki sjáanlegan árangur strax, munu stöðugar bænir þínar á einhverjum tímapunkti sýna sig á þann hátt sem þú hefðir aldrei vonað.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda