Friday, June 01, 2007

Náttfatadagur

Í gær höfðum við náttfatadag, svona til að breyta til..
Krakkarnir máttu koma í náttfötum og með bangsa og svo var vídjó eftir hádegi, en fram að því var almenn kennsla.
Þegar ég vaknaði velti ég því aðeins fyrir mér í hverju ég ætti að fara, dreif mig í sturtu og ákvað svo að lifa mig aðeins inn í dæmið og mæta bara í náttfötum:-)
Ég gerði það og var allan daginn í þeim og ég mæli sko með því að allir vinnustaðir hafi svona dag, þetta er ekkert smá þægilegt:-)
Þegar ég mætti í vinnunna voru 1-2 kennarar sem horfðu undarlega á mig og spurðu hvort ég væri virkilega í náttfötum,
en aðrir voru ekkert að kippa sér upp við þetta og fannst uppátækið svolítið skondið;-)
Krakkarnir ráku upp stór augu og fannst fyndið og skemmtilegt að kennarinn skyldi líka mæta í náttfötum;-)
Jamm, gaman að gera svona öðruvísi og furðulegt:-)

Þegar vinnudegi lauk, flýtti ég mér heim, skipti um föt og fór svo inn í Hafnarfjörð á opnunarhátíð á flotta ljósmyndasýningu hjá frænku minni. Hún var að láta gamlan draum rætast, hennar fyrsta sýning og var ánægð og glöð með þetta allt saman:-)
Það voru veitingar í fastandi og fljótandi formi,og lifandi tónlist í boði og mikið af fólki sem kom að skoða og hitta mann og annan.
Sýningin er í Hafnarfjarðarleikhúsinu og er hluti af Björtum dögum..

Vil enda á gullkorni sem lýsir vel, miklu af því sem þessi dagur innihélt.

"Mér hefur alltaf þótt sú stund þegar ég vakna á morgnana
dásamlegasta stund sólarhringsins.
Því hversu þreyttur eða leiður sem ert,
þá áttu þér fullvissu...
að bókstaflega allt geti gerst.
Og sú staðreynd að það fer nánast aldrei svo,
skiptir engu máli.
Möguleikinn er alltaf fyrir hendi."
Monica Baldwin