Monday, June 11, 2007

Óvissu og námsferðin

tókst mjög vel, var skemmtileg, fjölbreytt og spennandi.
Lögðum af stað upp úr hádegi og byrjuðum fræðsluhluta ferðarinnar á því að keyra sem leið lá í Heklusetrið, nýtt og flott safn um sögu Heklu og eldgosa. Safnið er staðsett spölkorn frá sjálfri drottningu fjallanna HEKLU.

Þetta er ekki stórt safn en margt að skoða og uppsetningin mjög flott eins og sjá má á myndunum:




Þegar safnið hafði verið skoðað fórum við á leikvöll rétt fyrir neðan húsið og fengum okkur hressingu í föstu og fljótandi formi:-)
Þegar allir voru orðnir mettir voru skrautlegu höfuðfötin sett upp og öllum smalað inn í rútu þar sem óvissuhluti ferðarinnar tók við.
Keyrt var dálitla stund þar til við komum að fínasta grastúni, þar var stoppað og allir fóru í fyndna og skemmtilega útileiki undir stjórn íþróttakennarans:-)
Eftir leiki var aftur haldið af stað og nú á leið í sund og sturtu til að skola af sér ferðarykið og svitann, skipta yfir í fínu fötin og spreyja á sig kölnarvatni;-)
Að hreinsun lokinni var mannskapurinn orðinn svangur og við enduðum ferðalagið á því að borða í Ingólfsskála(Víkingaskálinn) sem er staðsettur á milli Selfoss og Hveragerðis.
Ég mæli alveg með því að þið farið þangað og fáið ykkur að borða. Skálinn er gullfallegur bæði að utan og innan, maturinn er mjög góður og þjónustan fín:-)
Myndir af skálanum:




Komum í bæinn um 23:00, þreytt, ánægð, útsungin og glöð með frábæra og velheppnaða óvissuferð:-)