Laugardagurinn
vaknaði um 11:00, fór í gjafaleiðangur og renndi svo niður í Ráðhús þar sem hópur af kennurum úr mínum skóla tók á móti hvatningarverðlaunum. Þetta var heljarinnar hátíð, rúmlega 30 nemendur úr grunnskólum Reykjavíkur fengu viðurkenningarskjöl, hvatningarverðlaun og bók fyrir ýmislegt sem þeir hafa skarað framúr og bætt sig í yfir árið:-)
Einnig fengu fleiri skólar viðurkenningar og hvatningarverðlaun fyrir ýmis flott og fyrirmyndarverkefni:-)
Þegar öllu þessu var lokið þá kom ég við hjá mömmu í kaffisopa, fór svo heim og lagði mig pínu stund og skellti mér svo í svaka afmælisveislu hjá Ágústu 30 ára pæju:-)
Sunnudagurinn var rólegur, kíkti á stóra og flotta bílasýningu í Hafnarfirði sem bílaklúbbnum Krúser stóð fyrir;-)
Afgangurinn af deginum fór í vídjógláp, þvotta og leti.
Nóg framundan, m.a. tvöfalt þrítugsafmæli, fundir, 17. hátíð og útskrift úr stóru endurmenntunarnámskeiði sem við höfum verið að nema í vetur..
Njótið sólardagsins, það á víst að rigna á morgun
Adios
Sandra
<< Home