Wednesday, June 27, 2007

Flokkum og skilum.

Jamm, mér finnst auglýsingin frá Sorpu fyndin, þessi sem er með manninum sem bankar upp á hjá þunna nágrannanum og syngur og spilar fyrir hann:-)

En nú er ég farin að verða meir og meir meðvituð um umhverfisvernd og endurnýtingu og farin að framkvæma örlítið meira í þá átt. Í vinnunni minni erum við umhverfisvæn, endurnýtum suma hluti, flokkum, skilum,og endurvinnum. Við erum líka með Grænfána(Grænfánaskóli) svo það er allt hið besta mál;-)
Nú er ég farin að færa þá þekkingu sem ég hef lært í skólanum undanfarna vetur inn á heimilið. Flokka tímarit og dagblöð, flöskur og dósir, fernur og pappaumbúðir..
Það er þó allavegna byrjun;-)

Ef allir myndu taka sig saman og flokka jafnvel bara eitt af þessu myndi það laga ástandið aðeins..
og mjög margir flokka og skila, það er engin spurning.
Svo það er bara að byrja, þetta er ekki erfitt:-)
En það er sem betur fer alltaf að verða meiri vakning hjá fólki um þessi mál sem er mjög gott og jákvætt.

Ég heyrði hugtak um daginn sem er umhugsunarvert.
Sum lönd eru kölluð þróunarlönd, en Vesturlönd eru sóunarlönd..

Jæja læt þetta nægja í bili..

Enda á leiðsögn frá Ikeda, og takk Lára sæta búddisti fyrir þýðinguna:-)

12.júní
Án efa breytir menntun lífum fólks. Það er þess vegna sem SGI leggur svo mikla áherslu á Búddíska fræðslu, sem er æðsti vettvangur menntunnar; það er athugun á mannlegri tilveru og hinn fremsti lærdómur. Búddísk fræðsla er sál SGI.