Wednesday, June 20, 2007

Var

eitthvað að erindast í Reykjavík í morgun, nennti ekki heim alveg strax og fékk þá skyndihugdettu um að rúnta út úr bænum, svo ég skellti mér á Þingvöll. Bara í sumarfríi og svona og njóta þess að vera til:-)

Lagði bílnum á bílastæði hjá skilti sem stendur á Langistígur-Öxarárfoss.
Ekkert smá flott og gaman að labba þar í gegn, fyrst steinar, svo malarstígur og að lokum trépallur. Að setjast á stein rétt uppifyrir og horfa beint á Öxarárfoss og fólkið,láta hugann reika, hlusta á fossniðinn og fuglasöng og verða hálfdáleiddur, er ekkert smá gott, afslappandi og kröftugt, kemur endurnýjuð og kraftmikil til baka. Ég mæli sko með þessu:-)
En því miður tók ég ekki myndavélina með, geri það næst:-)

Renndi svo við í sjoppunni, fékk mér kaffibolla og fór svo Nesjavallaleið til baka, ein af mínum uppáhaldsleiðum;-)
Stoppaði á miðri leið, settist niður í grasið og borðaði nesti, hélt svo áfram rólega upp og niður fjöll og hóla, á þessari gullfallegu leið, og passaði mig á kindum og lömbum sem voru að rölta yfir veginn:-)

Kom við í búð, bókasafni, þvottastöð,og ryksugaði bílinn. Kom heim, las blöðin, fór í tölvuna, lagði mig og kíkti svo á búddistafund;-)

Enda á fallegri leiðsögn um hamingjuna:
Hamingjuna finnum við í hjarta okkar. Þeir sem finna til gleði og
eftirvæntingar gagnvart lífinu eru sigurvegarar. Þeir sem eiga
hjörtu sem eru sterk, vitur, hugrökk og mikilfengleg munu ekki
láta hugfallast við neinar kringumstæður.
Þetta er grunnurinn að sannri hamingju og Hið Leynda Lögmál
gerir okkur fær um að ná þessu(Daisaku Ikeda.)

Vona að þið hafið það sem best..
Sandra