Saturday, April 21, 2007

Húsdýrin

við erum sko alveg í skýjunum hvað okkur gengur vel í sögurammanum (verkefninu) um húsdýrin:-)
Krakkarnir lifa sig inn í þetta og eru mjög dugleg og áhugasöm og við kennararnir erum stundum alveg að missa okkur af gleði og áhuga í undirbúningi og fyrirlögn:-)
Langar að sýna ykkur nokkrar myndir og við erum sko bara rétt að byrja á verkefnu:-)

Ferlið er þannig að fyrst horfðum við á myndband um húsdýr. Svo bjuggum við til hugarkort um hvað húsdýr eru og hvernig þau líta út. Síðan fengu þau fínt bréf frá forstjóra Dýragarðsins þar sem þeim var óskað til hamingju með að verða orðnir dýrasérfræðingar. Á morgun fáum við svo sendan flotta póstkassann:-)