Tuesday, April 10, 2007

Þá er

hverdagsleikinn tekinn við á ný.
Ágætt að koma sér aftur í rútínuna.
Vinnuvikan byrjaði rólega í dag með samstarfsfundum og teymisvinnu.
Svolítið erfitt að komast í gang en við gerðum þó heilmikið af viti:-)

Páskafríðið var rólegt og seinnihluti þess einkenndist af leti og hangsi;-)
en þó var ýmislegt vitrænt gert sér til dundurs (sérstaklega fyrri hlutann)
t.d. skellt sér í klippingu og strípur, kíkt á markað,
hamast í leikfimi og skroppið tvisvar sinnum í sund;-)
farið á undirbúningsfund og sameiginlega kyrjun, skroppið á kóræfingu, hjálpað til við að hreinsa úr geymslunni og glápt á sjónvarpið, hangið í tölvunni, undirbúningur fyrir kennsluna, lesið bækur og lagt sig inn á milli;-)

Jamm, það er nú gott að fá svona frí á miðri önn,
rétt fyrir lokatörnina í skólastarfinu.


Leiðsögn dagsins frá D. Ikeda:

Búddhismi kennir að 'öll fyrirbæri alheimsins eru birting Lögmálsins' (Gosho Zenshu, s. 564). Ég vona að með þennan skilning að leiðarljósi munið þið temja ykkur rannsakandi og leitandi hugarfar af leiftrandi krafti og ákveðni. Heilinn hefur getu sem er eins víðtæk og takmarkalaus og alheimurinn. Hvernig getum við dregið fram hin skapandi öfl heilans? Það er aðeins ein aðferð til að draga fram til fulls vitsmunalega hæfni okkar – að einbeita hug okkar stöðugt að starfi.


Ætla að enda á að senda kveðju í tilefni dagsins:
Sendi mínar bestu kveðjur til heiðurshjónanna HMÓ og HS sem eiga stórafmæli í dag:-)
Hjartanlega til hamingju með þennan stóráfanga í lífi ykkar:-)

Þangað til næst..
Hafið það gott..
Sandra