Sunday, April 01, 2007

Byrjaði

páskafríið í gær á því að vakna klukkan 7 og fara í Hafnarfjörð á sameiginlega kyrjun þar sem ég var í ábyrgð til hádegis, skrapp aðeins heim til að skipta um föt og fór svo til mömmu og hjálpaði henni að taka til í geymslunni, kom heim um 4, lagði mig aðeins og fór svo ásamt Heiði í heimsókn til Gyðu þar sem við lögðumst í vidjógláp, nammiát og slúður:-)

Í dag prófaði ég að fara í nýju sundlaugina hér hinum megin við götuna sem er loksins búið að opna eftir mikla seinkun og vandræðagang. Það var ágætis upplifun og náði ég að losa aðeins um fasta og auma vöðva í heita pottinum.
það sem eftir lifir dags hefur verið notað í dundur af ýmsu tagi..


Afmæliskveðja dagsins fer til hennar Kötlu systur minnar sem á 26 ára afmæli í dag:-)
Innilega til hamingju með daginn Katla mín og takk fyrir símtalið í dag:-)
Hún Sif mín fær líka kveðju frá mér í tilefni af afmælinu í mars.
Takk Sif fyrir símtalið í dag:-)


Vil enda á flottu gullkorni úr yndislegri bók sem heitir "Þúsund kyrrðarspor"
"Fortíð þín og aðstæður á hverjum tíma hafa engin áhrif á það sem þú getur orðið.

Hafið það sem best í komandi viku.
Sandra