Monday, September 14, 2020

sitt

lítið af hverju..
nú eru nokkrar vikur liðnar af skólastarfinu , það hefur gengið að óskum og ekkert óvænt komið uppá..
Ég er í 1. bekk ásamt tveimur öðrum stuðningsfulltrúum og 2 umsjónarkennurum og líkar það vel:-)

Þessa dagana er borgin að spara í mannaráðningum og fjármálum og því hef ég ekki enn fengið starf á frístundaheimilinu eins og síðastliðin ár, en það er aldrei að vita hvernig staðan hjá borginni og í samfélaginu verður á komandi mánuðum...

Gunnar kom í heimsókn og gistingu síðastliðin föstudag:-)
Hann var duglegur í heimalestrinum og svo áttum við kózýkvöld, horfðum á bíómynd og fengum okkur snakk og ís..


á morgun byrja kóræfingar aftur eftir langt hlé:-)

Við æfðum alltaf á miðvikudagskvöldum í skólahúsnæði hér í Mosó, en þar sem við megum ekki nota það húsnæði a.m.k. út september vegna sóttvarnaráðstafana munum við æfa í kirkjunni í Mosó á þriðjudagskvöldum tímabundið...

Fer svo í klippingu á miðvikudaginn...

Fór í Smáralind á laugardaginn þar sem að Hagkaup var með 70% afslátt af fatnaði vegna þess að þeir eru að hætta að selja fatnað;-(
Keypti smávegis þar bæði á mig og líka í gjafir:-)

Nú er búið að rýmka samkomutakmarkanir þannig að  nú mega 200 manns  koma saman, miðað er við 1 meters fjarlægðarreglu og sóttkví innanlands verður 7 dagar í stað 14 daga áður.. ef sýnataka í lok sóttkvíar er neikvæð...en fólk sem er að koma úr sóttkví á samt að fara varlega í nokkra daga á eftir...

Jamm, svona er nú ástandið í dag...
farið vel með ykkur og eigið góða viku...