Góðir dagar horfnir á braut
Hef haft að nóg að gera undanfarið:-)
Langir og skemmtilegir vinnudagar, fyrst að kenna þessum dúllum og svo eftir það er alltaf nóg af verkefnum, undirbúningur, ljósritun, fundir, föndur, senda póst, ganga frá stofunni, og margt fleira;=)
Hefur verið nóg um að vera í búddismanum sem er alveg frábært, nokkrir fundir og opin kyrjun og svo er alveg að koma að haustnámskeiðinu okkar sem ég hlakka mikið til að fara á :-)
Hef verið í góðu sambandi við vinkonur mínar (sumar þeirra hef ég ekki hitt lengi) og gert margt skemmtilegt með þeim, t.d. fórum við á kaffihús, kjöftuðum í síma, horfðum á vidjó, fórum í ræktina og dilluðum okkur á dískóteki:-)
Fékk óvænt heimboð frá frænku minni eitt laugardagskveld fyrir nokkru þar sem hún bauð mér að koma og spila sem var mjög skemmtilegt:=)
Já, það er svo sannarlega yndislegt að vera til þessa dagana:=)
Leiðsögn dagsins er eins og töluð úr mínu hjarta:
Allir upplifa harðræði og vandamál. Maður gæti jafnvel gengið svo langt að segja að allt mannkynið sé fast í endalausum hring þjáninga. Trúin gerir okkur kleift að yfirstíga fjall þjáninga, uppfylla þrár okkar og opna frjósemisakra öruggs og friðsæls lífs. Þegar þú heldur áfram að kyrja hvort sem það er í þjáningu eða gleði, muntu opna fyrir greiðri leið að varanlegri hamingju.
Ikeda
Megið þið eiga dásamlega og fjölbreytta viku:-)
<< Home