Monday, September 18, 2006

Markmiðum náð

Halló krúttin mín. Margt búið að gerast síðan ég skrifaði seinast.

Var á Búddistanámskeiði um helgina. Mjög gaman og frábært námskeið. Náði því markmiði sem ég setti mér að ná mér í mikla og góða orku og komast í hátt lífsástand:-)

Það var mikil og góð dagskrá frá morgni til kvölds, ég vaknaði snemma og fór seint að sofa. Fékk góða fræðslu,kyrjun,hvatningu og fallegar gjafir.Tók ábyrgð, t.d. að vekja meðlimi, sjá um kaffið, vísa í herbergi, og var útnefnd hverfisleiðtogi ungra kvenna í hverfinu mínu:-)
Lenti líka óvænt í að taka þátt í frábæru og fyndnu skemmtiatriði þar sem ég lék flugfreyju sem var mjög gaman:-)
Jamm það var magnað að komast á námskeiðið núna akkúrat þegar ég þurfti á því að halda,ég hef nefnilega verið í pínu lægð undanfarið..
Lenti í hindrunum áður en ég fór og svo aftur nú í morgun þegar ég kom í vinnuna. Vona samt að ég hafi náð að leysa það mál ágætlega svona a.m.k. í bili og kyrjaði fyrir hamingju viðkomandi fjölskyldu áðan.

Gaman að sjá að ég var hvatning fyrir vinkonu mína sem byrjaði loksins að blogga aftur;-)

Er nú að fara aftur upp í skóla til að kynna og fræða foreldra nemenda okkar aðeins um skólastarfið, námsefnið og margt fleira á svokölluðu skólafærninámskeiði:-)
Krökkunum finnst það alltaf jafnfyndið þegar við segjum þeim að mamma og pabbi séu að koma að læra eins og þau:-)

Leiðsögn dagsins er í samræmi við undanfarna daga og námskeiðið:

Þar sem öll starfsemi innan SGI er búddhísk iðkun varðar miklu hvernig við stöndum að henni og hverju við komum til leiðar með athöfnum okkar. Munið að einmitt með þessum athöfnum getum við fundið leiðir til að leysa til fulls hvert og eitt persónulegt vandamál.
D. Ikeda


Hafið það gott..
Sandra