Smá flashback.
Er hér með hluta af færslu sem ég skrifaði fyrir um ári síðan, en langar til að setja hana aftur hér inn því ég hef verið að upplifa þetta nokkuð oft undanfarið:-(
Af hverju eru börn svona grimm og vond hvert við annað? hvurskonar dýrs- og grimmdareðli hafa þau í sér. Stundum mætti halda að þau væri uppi á vitlausri öld, þau mundu passa betur inn í hugsunarháttinn sem var uppi á víkingaöld, auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, "ef þú ert að stríða/meiða mig sendi ég stóru systur/bróður til að lemja þig" eða nota markvisst einn stóran og sterkan vin/bekkjarfélaga til að hefna! Ég skil ekki svona, skil stundum ekki hugsunina hjá þessum litlu krílum.
Af hverju missir fólk sig í aðstæðum /umhverfi þar sem maður síst býst við því og á jafnvel engan vegin við?
Fólk sem maður hefur kannski bara séð eina hlið á,
ok allir eru mannlegir og allt það en sumt (pirring, áhyggjur...) skilur maður bara eftir heima, tekur ekki með sér út í bæ /í ákveðnum félagsskap!
Jólaföndurskveðjur:-)
Sandra
<< Home