Thursday, December 21, 2006

Jólafrí

Jæja, þá er ég komin í jólafrí frá vinnunni:-)
Búin að hafa nóg fyrir stafni undanfarið í allskyns viðburðum, fundum, heimsóknum og fleira skemmtilegt.

Í gær var mér boðið í tvö "litlu jól". Það fyrra var um daginn í vinnunni þar sem við fengum kökur, kaffi og konfekt, hlustuðum á upplestur úr nýrri bók og skiptumst á jólagjöfum:-)
Seinna boðið var með vinkonum mínum í gærkvöldi í heimahúsi þar sem við borðuðum ljúffengar veitingar sem við komum með, ávaxtarétt, ísköku, doritos og snakkgrænmetissósu, kjöftuðum saman og skiptumst á jólapökkum:-)

í gær var jólaballið hjá krökkunum í salnum og "litlu jól" í stofunni þar sem við gáfum þeim jólakort frá okkur, og lásum sögu. Við fengum líka jólapakka og jólakort frá þeim og það eru þau jólakort sem mér þykir einna skemmtilegast og vænst um að fá, ásamt myndakort af börnum vina og ættingja:-)
Ég segi það ekki, það er alltaf gaman að fá jólakort og fallegar kveðjur, en þessar tvær tegundir eru mínar uppáhalds, og hef ég fengið nokkur svoleiðis og vonast jafnvel eftir fleirum:-)

Ég á eftir að jólast aðeins meira, kaupa nokkrar gjafir og skrifa jólakort, og er á leið í klippingu:-)
Góðar stundir
kennarinn í langþráða jólafríinu;-)

Leiðsögn dagsins:
Mannkyni nútímans skortir von og hugsjón fyrir framtíðina. Það er einmitt af þessari ástæðu sem Bodhisattvar Jarðar hafa birst. Ef þið væruð ekki hér, myndi framtíð mannkyns vera dökk og andleg hnignun óhjákvæmilega framundan. Þessi er ástæða þess að þið hafið fæðst á þessu tímaskeiði og gegnið virku hlutverki í þjóðfélaginu. Þetta er merking orðsins jiyu, eða 'spretta upp af jörðinni.' Sem afleiðing af þessu, mun hvert og eitt ykkar vissulega öðlast hamingju. Verið þess fullviss að þið munuð lifa æviskeið yfirfullt af góðri gæfu um hinar þrjár tilvistir fortíðar, nútíðar og framtíðar(Ikeda)