Saturday, December 09, 2006

Leikhús

Fór í leikhús í gærkvöldi í góðum félagsskap Jóa, Láru og mömmu.
Sá hið stórskemmtilega verk "Viltu finna milljón" í Borgarleikhúsinu og hló mikið og oft. Mæli eindregið með þessari sýningu:-)
Það hefur nú örugglega verið dálítið skondið að fylgjast með mér í gær þar sem ég lifði mig alveg inn í leikritið á köflum ( svona eins og börnin) og sagði ýmislegt um það sem var að gerast á sviðinu, sérstaklega þegar skjalataskan átti í hlut;-)
Þeir sem hafa séð verkið vita hvað ég á við:-)
Jæja, nóg um það, er að fara í Smárann í leit að ákveðnum jóla og afmælisgjöfum..
Hafið það gott um helgina.

Leiðsögn dagsins fjallar um að sá fræjum Búddismans.
Þeir sem hafa heyrt Nam-myo-ho-renge-kyo hafa fengið fræ Búddisma Nichiren Daishonins plantað í líf sitt. Hvort sem þeir meðtaka hann eða afneita honum munu þeir örugglega einhvertímann vakna til vitundar um stórfengleika þessa Búddisma og hefja för sína til uppljómunar. Þetta færir sönnur á stórkostlegt mikilvægi Shakubuku og hinn feiknalegan kraft Gohonzon sem er ofar mannlegum skilningi að mæla.