jólaskóli??
Nei, bara smá grín:-)
Kennsla, innlögn, vinnubækur og lærdómur?
undanfarið og framundan höfum við mikið verið í verkefnum sem tengjast jólunum með einum eða öðrum hætti.
T.d. höfum við lært að búa til endurunnin kerti sem var mjög skemtilegt og flott verkefni:-)
Það er að sjálfsögðu búið að pakka þeim inn í jólapappír og útbúa kort með.
Börnin búa til í skólanum fullt af gjöfum sem þau fara með heim fyrir þessi jól, innpökkuðum og með slaufu:-)
Það er líka flott hvernig hugmyndaflugið fer af stað þegar þau fá að búa til jólapappír. Þau fá hvítan maskínupappír og skreyta hann að vild, teikna myndir, klippa út myndir úr gömlum jólapappír og líma á hvíta pappírinn.
Þetta kemur mjög skemmtilega út og úr verður nýr jólapappír:-)
Það var líka samsöngur á sal í dag þar sem jólalögin voru æfð.
Þar sem ekki eru nema um 250 nemendur í skólanum getum við verið öll á sal í einu, það er svolítið flott og sérstakt að taka þátt í þannig viðburðum..
Nú svo á morgun verður jólaföndursdagur og svo endum við vikuna á kirkjuferð á föstudaginn.
Smá getraun..
Hvað kom orðið pappír oft fyrir í færslunni :-)
Leiðsögn dagsins er svohljóðandi:
Bíll sem virkar ekki er ekki gagnlegur. Líf hefur aðeins tilgang ef maður sækist eftir að verða hamingjusamur. Það er manneskjunni náttúrulegt að gefa framlag sitt á einhvern hátt til þjóðfélagsins á þann hátt sem þeir lifa. Gegnum verk okkar af iðkun og trú, í öðrum orðum, shakubuku og aðrar athafnir við að breiða út Búddismann, getum við gefið okkar mesta framlag til þjóðfélagsins á sem bestan hátt (Ikeda)
<< Home