Friday, December 29, 2006

Góðan daginn

Jæja, hvað segið þið í dag?
Maður verður nú frekar latur að vera í svona fríi, vakir fram á nótt við að glápa á vídeó og sefur fram að hádegi!
Meira kæruleysið:-) en samt notalegt og ljúft líf..
En ég hef nú samt ekki bara legið í leti, fór t.d. í leikfimi í fyrradag eftir 2 mánaða letikast!
Í gærkvöldi var léttur og skemmtilegur fundur/hittingur hjá ungmennadeild búddista þar sem við kyrjuðum, horfðum á stuttan bút úr fræðslumynd, borðuðum, kjöftuðum og spiluðum saman. Mjög gaman, hvetjandi og hressandi að kíkja þangað:-)
Hvað er svo planið í dag? Kannski að kíkja á útsölu ef ég nenni í það brjálæði, kíkja kannski í heimsókn, og jafnvel skella sér aftur í leikfimi;-)

jamm svona er lífið hjá kennaranum í sveitinni um jólin:-)

Vil enda á leiðsögn dagsins:
Ástundun Búddhisma jafngildir því að vera sigursæll. Með því að taka framförum í sérhverju skrefi í veruleika hins hversdagslega lífs okkar, sýna merki raunverulegra sannanna með því að verða sigurvegarar og takast vel upp, erum við að leiða í ljós með tilvist okkar gildi Búddhisma Nichiren Daishonins og erum þannig uppspretta vonar og hvatningar fyrir þá sem vilja að fylgja okkur á vegi trúarinnar (Ikeda)

Bestu kveðjur
Sandra