Sunday, July 09, 2006

Hreyfing

er gott orð sem lýsir helginni vel:-)
Fórum í rúmlega 3 tíma gönguferð í gær á/ og í kringum Þingvelli í gær. Vorum 8 saman í hóp á tímabili en svo fækkaði hópnum niður í 6 manns.
Það var gaman að ganga á nýjum slóðum, gengum fyrst í gegnum Almannagjá og út að Gálgakletti, en snerum svo við og röltum út í Skógarkot þar sem eru miklar rústir og stórkostlegt umhverfi og fegnum okkur hressingu:-)
En mikið rosalega var þetta gott og endurnærandi að labba svona mikið..
Bókin "Hraunfólkið" eftir Björn Th. Björnsson er byggð að miklu leyti um líf og störf fólksins sem bjó á þessum slóðum.
Þegar heim var komið eftir þessa hressilegu gönguferð lagði ég mig aðeins, fór svo í sturtu og önnur föt og fór í heimsókn til vinkonu minnar þar sem við horfum á vidjó og skelltum okkur svo aðeins út að dansa:-)
Var mjög þreytt þegar heim var komið eftir mikla útiveru og hreyfingu um daginn og steinsofnaði og vaknaði ekki fyrr en um hádegi í dag:-)
Fórum í Árbæjarsafnið í dag, gaman að koma þangað og mikið að skoða.
Kíktum svo niður í bæ og fengum okkur ís;-)
Horfði á leikinn og er nýlega komin heim af búddafundi:-)


Leiðsögn dagsins er svohljóðandi:
SGI President Ikeda's Daily Encouragement for July 9

Even in times of hardship, the important thing is for each of us to determine that we are the star, protagonist and hero of our lives and keep moving forward. Putting ourselves down and shrinking back from the obstacles looming before us spell certain defeat. Through making ourselves strong and developing our state of life, we can definitely find a way through. As long as we uphold the Mystic Law throughout our lives, we can break through any impasse and surmount any obstacle. We will also be able to lead all those who are suffering to happiness.

Kveð í bili
Sandra þreytta