Tuesday, July 18, 2006

Helgin

Var löt á laugardaginn, þunn og í spennufalli..
Sunnudagurinn var fjölbreyttur og notalegur og bauð. m.a. upp á húsgagnakaup, matarboð og vídjógláp:-)
Ætlunin var að kaupa nýja kommóðu fyrir nýja skápinn minn:-)
þar sem sú gamla var orðin gömul og of há.
Fór fyrst í Ikea en fann ekkert sem mér leist á þar, svo ég fór í Húsgagnahöllina og fann þar þessa fínu kommóðu sem passaði alveg inn í þau skilyrði sem ég setti, þ.e. lengd, breidd og dýpt:-)
Lét taka hana frá, þetta var líka sú eina sem var eftir og fékk hana senda uppsetta og tilbúna daginn eftir.
Eftir búðarferðina tókum við spólu og horfðum á hana, og fórum svo í matarboð og heimsókn til Jóa og Láru í Hafnarfjörð. Fengum þetta girnilega, gómsæta og vel útilátna kjúklingasalat með brauði og hrísgrjónum:-)
Eftir mat röltum við út í Hellisgerði(flottur og spes garður) sem var stutt frá. Það var gaman að koma þangað, enda í fyrsta skipti sem ég kom þangað..
Röltum svo heim aftur og fengum mjög ljúffengan og frískandi eftirrétt sem Lára útbjó, Aloverajógúrt og perujógjúrt blandað saman og epli og plómur bætt útí:-)

Langar að enda færsluna á að vitna í orð Dalai Lama um sjálfstraustið. Þessu hef ég reynt að fara eftir og unnið mikið í hjá sjálfri mér í gegnum Búddismann og orðið vel ágengt:-)

Tekið úr bókinni "Bókin um viskuna og kærleikann" eftir Dalai Lama (bls 12-13)
"Ef við gerum okkur grein fyrir því hvers við erum megnug og treystum á mátt okkar getum við skapað betri heim. Reynsla mín er sú að þar skiptir sjálfstraustið sköpum. Ég á ekki við blint sjálfstraust heldur vitneskjuna um hvers við erum megnug. Á þeim grundvelli getum við breytt okkur með því að efla með okkur kosti og draga af bestu getu úr göllunum".
Dalai Lama