Sunday, July 02, 2006

var

að koma inn úr dyrunum eftir mjög skemmtilegt og viðburðarríkt ferðalag:-)
Það er sko hægt að gera mikið á 3 dögum!

Lögðum af stað um 9 leytið á föstudaginn, keyrðum framhjá Borgarnesi og héldum áfram sem leiðin lá í gegnum A-Barðastrandasýslu, stoppuðum hjá flottum fossi í Gufudal og fengum okkur nesti:-)
héldum svo áfram í gegnum Öndunarfjörð, Arnarfjörð, yfir Hrafnseyrarheiði og inn í Dýrafjörð sem er rétt hjá Þingeyri, en áður en við komum til Þingeyrar stoppuðum við
hjá vatni þar sem frændfólk mitt var að veiða bleikju og silung:-)
Eftir stutt stopp þar héldum við áfram til Flateyrar þar sem frændi minn býr. Ég rétt skrapp inn og dreif mig svo að stað til Ísó til að hitta frænkur mínar:-)
Mikið var nú gaman að koma í húsið hjá ömmu og afa á Ísó (frænka mín býr þar núna) en þangað kom ég seinast fyrir rúmlega 15 árum þegar afi var enn á lífi;-)Eftir kaffisopa og kjaftasögur tók ég smá rúnt um Ísó og renndi aftur til Flateyrar þar sem ég ætlaði að gista um nóttina. Þegar ég kom var verið að grilla bleikjuna og mikið rosalega var hún bragðgóð og mjúk undir tönn:-)
Eftir matinn fórum við í heimsókn til ömmu, og líka í aðra heimsókn en ekki var kvöldinu þar með lokið því að um 10 leytið var okkur boðið óvænt að fá lánaða kajaka og leika okkur aðeins á þeim:-)
Við tókum boðinu og mikið var nú gaman að prófa að róa á kajak;-) þetta voru eins manns kajakar og gekk mér ágætlega að venjast honum og var frekar róleg, svamlaði um aðeins frá landi en treysti mér ekki til að fara jafn langt og hin og fékk því hjálp við að komast í land, lagðist í grasið og hvíldi mig á meðan ég var að bíða undir fuglasöng og sjávarnið:-)
Fórum svo að sofa um miðnætti..

Laugardagur:
Vaknaði um 9, fékk mér kaffi og fór að kveðja ömmu. Lögðum af stað um hádegið, fórum í samfloti á tveim bílum, frændfólk mitt á einum bíl og við á mínum. Ég var á leið í sveitina mína Barðaströnd(en þangað hef ég ekki komið í 10 ár) og þau í skemmtiferð út í Selárdal:-)
Keyrðum hluta af leiðinni til baka og stoppuðum aðeins við Dynjanda, rosalega er magnað að koma að þeim fossi. Keyrðum fram hjá Þingeyri, yfir Hrafnseyrarheiði og beygðum svo í átt að Bíldudal, í gegnum Reykjafjörð þar sem er staðsett gömul fræg útisundlaug og heimaslóðir langömmu minnar:-) Enduðum svo á Bíldudal, fengum okkur að borða og þar skildu leiðir þar sem við fórum í sitthvora áttina. Ég keyrði yfir Hálfdán og kom við á Patró, mínum fæðingarbæ, stoppaði aðeins í kirkjugarðinum og kíkti á leiðið hjá langömmu og langafa, tók svo rúnt á Patró og keyrði svo yfir Kleifaheiði og tók mynd af Kleifabúanum sem stendur vaktina á heiðinni:-)
Hann er svona sætur vörðukall sem vegavinnumenn hlóðu um 1950.
Þegar ég kom niður af Kleifaheiði kom sólin í ljós :-)
Dreif mig svo í Litluhlíð,og var komin þangað rétt um 5 leytið, kíkti í kaffi til Hönnu og Fúsa (bróðir afa) í sumarbústaðum sem stendur hjá bænum og skrapp inn í bæ til að skipta um föt og fá einn kaffibolla áður en ég skoppaði niður í gullfallegu, stóru fjöruna okkar með gula skeljasandinum og brjáluðu kríunum:-)
Skrifaði nafnið mitt, tók myndir og horfði yfir hafið:-)
Rölti svo aftur upp í bæ, og þá fórum við afi í bíltúr inn í kirkjugarð og út á Siglunes sem er löngu komið í eyði og búið að rífa bæinn en ég hef aldrei komið þangað;-)
Það er dálítill spotti að keyra þangað.
Þegar við komum heim aftur tölti ég upp í hlíð fyrir ofan bæinn, tók myndir, horfði yfir sveitina, slakaði á og kyrjaði:-)
Rölti svo um hlaðið, fór inn í öll húsin sem voru opin, var í miklu flashbakki, skoðaði allt sem hægt var:-)
Fór að lokum inn í bæ, fór inn í öll herbergin, skoðaði gamalt dót og hafði gaman af;-)
Allt var eins og í gamla daga, fyrir utan að búið var að mála einhver herbergi og henda nokkrum hlutum sem ég man eftir..
Það var alveg meiriháttar að koma aftur, rifja upp minningar og skoða í aðeins öðruvísi ljósi heldur en á yngri árum, og dugði mér alveg þessi stutti tími því ég var búin að gera allt sem ég ætlaði mér;-)
Svo kom frændi minn og fjölskylda úr sinni skemmtiferð og innkaupaferð á Ísó og eldaði mjög góða nýveidda steikta ýsu. Kvöldmaturinn var um kl. 21:00:-)
Eftir mat hvíldum við okkur aðeins og fórum svo í stutta gönguferð, og svo í rúmið um miðnætti..

Sunnudagur:
Vaknaði rúmlega 9, fór í sturtu, klæddi mig og fékk mér kaffi og brauð,og tók því rólega til rúmlega 11, en þá fór ég að tygja mig af stað, til að hafa nógan tíma til að komast á Brjánslæk til að taka Baldur um hádegið. Keyrði úteftir, kom við í Krossholti(pínulitla þorpinu) og tók myndir af gamla skólanum Birkimel, hélt áfram, keypti miða í Flakkaranum og keyrði niður í bátinn. Kom mér vel fyrir í sjónvarpssalnum, fór upp á dekk og horfði á sveitina fjarlægast, fór svo niður, fékk mér kaffi og sofnaði svo í góðu sætunum, án þess að taka sjóveikipillu:-)
Varð ekkert sjóveik sem er alveg merkilegt, það sýnir bara hvað þetta skip er miklu betra en það gamla:-)
Var komin í Stykkishólm klukkan 3 og ákvað að taka stuttan rúnt inn á Snæfellsnes en fór ekki lengra en á Grundarfjörð þar sem ringdi eins og hellt væri úr fötu. Kom svo í bæinn um kvöldmat:-)

Vestfirðir eru einn af fallegstu stöðum á landinu, það er alveg magnað að keyra á þessu svæði, upp og niður fjöllin, gullfallegt útsýni og mikil náttúrfegurð og að vera á milli fjalls og fjöru, ja, ég er búin að vera það alla helgina:-)
Get sagt að ég hef nánast farið um alla Vestfirði undanfarið og mæli sterklega með því að þið ferðist um Vestfirði ef þið hafið ekki gert það nú þegar, það er alveg þess virði og meira en það:-)

Er mjög lúin núna, ætla að horfa á spólu og kúra, og er mjög ánægð með ferðina, þar sem að flestallt gekk upp:-)
Heyrumst

P.s. linkur fyrir þá sem hafa frekari áhuga á Litluhlíð:-)