Meiriháttar
frettir sem ég var að fá:-)
Þannig er að það er persóna mér nákomin sem er að vinna mikið í sínum málum og aðstæðum núna , en sumt af því þokast hægt vegna ýmissa þátta.
Eitt af þeim málum sem við höfum kyrjað mikið fyrir leystist áðan þegar við fengum fréttir af mjög stórum sigri sem léttir okkur öllum, en þó einkum viðkomandi lífið :-)
Já, hvað maður verður glaður í sálinni þegar svona sigrar koma, og sérstaklega til þeirra sem eiga það svo sannarlega skilið og hafa barist fyrir því og ekki gefist upp þrátt fyrir hindranir:-)
Leiðsögn dagsins hljóðar svo:
"Þegar Sensei talar um „fólk", þá er hann að tala um okkur öll. Við höfum ótrúlega hæfileika til að breyta heiminum. Leiðsögn Sensei er ekki fræðileg heldur fjallar hún um raunverulegt fólk. Um raunveruleikann. Finnið út hver er tilgangur lífsins. Ekki sóa tímanum. Takið ákvörðun núna. Leysið öll vandamál sem valda ykkur þjáningum. Leysið þau núna. Peningavandamál, sambandsvandamál, heilsuvandamál o. s. frv. Ekki vera „plöntur" sem bara „eru". Lifið lífinu. Ef þið getið sagt á kvöldin: „En frábær dagur. Ég hlakka til morgundagsins", þá eruð þið lifandi. Ekki bíða! Framkvæmið núna! Takið ákvörðun fyrir framtíðina, gerið langtímaásetninga, jafnvel þótt þið sjáið ekki fyrir ykkur hvernig þeir muni rætast. Ekki bíða. Núna er rétti tíminn"
Ricky Baynes, formaður SGI-UK
<< Home