Wednesday, July 19, 2006

Gönguferðir

í allan dag:-)
Vaknaði um 9 leytið, fór í sturtu og klæddi mig og skutlaði svo einum úr fjölskyldunni í vinnuna. Nennti ekki heim strax og ákvað því að rölta eitthvað í góða veðrinu. Keyrði niður á Lindargötu, lagði bílnum og tölti niður á Kaffi París:-)
Sat þar í nærri klukkustund, fékk mér morgunmat og kaffi, las blöðin og fylgdist með mannlífinu:-)
Rölti svo upp Laugaveginn og á leiðinni ákvað ég að hringja í frænku mína því hún var með afmælisgjöf frá afa í sínum fórum sem hún þurfti að koma til mín..
Þá vildi svo til að hún var á leiðinni í Húsdýragarðinn með son sinn og ætlaði að hitta systur sína og litlu frænku þar. Við mæltum okkur mót við garðinn og því rölti ég niður Hverfisgötuna og renndi upp í Laugardal:-)
Að sjálfsögðu fór ég með þeim í labbitúr um Húsdýragarðinn, (við hittumst svo sjaldan og gerum eitthvað saman) og var það hin fínasta skemmtun í glaðasólskini og góðum félagasskap, gaman að fylgjast með litlu krílunum þeirra, litlu frændsystkinum mínum 1.árs og 2. ára skoða dýrin, hlaupa um og leika í tækjunum:-)
Samkvæmt venju þegar farið er í svona ferðir voru grillaðar pulsur snæddar og hvílt lúin bein á bekkjunum og spjallað:-)
Við vorum 2-3 tíma í garðinum og var ég alveg búin í fótunum þegar ég kom heim;-)
Er nú að bíða eftir að Rock Star þátturinn byrji :-)

Gullkorn dagsins er tekið úr bókinni "Vinir" eftir Helen Exley
"Hamingjan er til þess að njóta með öðrum"
(Franskur málsháttur)

Megið þið eiga notalegt kvöld:-)
Sandra