Wednesday, July 26, 2006

Allt í rólegheitum

Var heima í afslöppun í gær og fór ekki út úr húsi. Vakti frameftir og horfði á beina útsendingu á þættinum Supernova, kaus svo margoft á netinu eftir þáttinn og sofnaði um 2:30.
Það er líka nauðsynlegt að gera ekki neitt í fríinu;-)
Fór á mánudaginn í Smárann og varð rosa ánægð að finna loksins flottar gallabuxur sem ég passa í,voða sætar með blómum og fuglum :-)
Skilaði lánsskápnum áðan sem ég er búin að kyrja í í hálft ár..
Er komin í undirbúningsnefnd fyrir kertafleytinguna sem verður þann 9. ágúst n.k. tilminningar um fórnarlömb kjarnorkusprenginganna í Hirósíma.
Hvet alla til að mæta, ég fór í fyrsta skipti í fyrra og var það mögnuð upplifun:-)
Verð einn af þrem fulltrúum búddista á undirbúningsfundi í kvöld sem verður haldin í Friðarhúsinu:-)

Leiðsögn dagsins á svo sannarlega við verkefnið sem bíður okkar í kvöld;-)

26. janúar
"Svo sannarlega eru þeir lofsverðir sem einsetja sér að vinna mikið og leggja sig fram fyrir kosen-rufu og SGI innan hin háleita sviðs Búddhisma Nichiren Daishonins. Það er sannarlega hæft fólk. Og það mun vissulega öðlast lífsástand hinnar æðstu fullnægju".
Ikeda forseti

SGI dagurinn
1975: Soka Gakkai International stofnset í Guam; Daisaku Ikeda tekur við embætti sem foreti SGI

Ekki fleira að frétta í bili..