Sunday, July 16, 2006

Hjartans þakkir

til ykkar yndislegu mannverur fyrir dásamlegan afmælisdag og mjög vel heppnað partý:-)

Bestu þakkir fyrir alla hjálpina við undirbúning, frágang, veislustjórn, skipulagningu og margt fleira.
Takk kærlega fyrir að hafa komið og samglaðst með mér, þakkir fyrir allar flottu og nytsamlegu gjafirnar, blómin, fallegu kortin og hlýju kveðjurnar, sönginn, leikinn, skemmtiatriðin, knúsin og frábæra og skemmtilega andrúmsloftið og stemminguna:-)
Það gekk allt upp og ég er mjög ánægð, glöð og hamingjusöm með afmælispartýið og daginn, og það sem skiptir líka miklu máli er að gestirnir voru ánægðir og fannst gaman:-)

Ég fékk svo mikið af gjöfum og er eiginlega orðlaus yfir þessu öllu saman.
Ég fékk alveg gullfallegan, stóran, sérsmíðaðan, framtíðar Butsudan(sem er skápur fyrir Gohonzon)með innbyggðum ljósum, og missti alveg andlitið og næstum því táraðist þegar ég sá hann, svo mikil var undrun mín og gleði:-)
Ég fékk dúnsæng og kodda, sem var meiriháttar því sængin mín var frekar gömul og lúin:-)
Ég fékk nokkrar góðar bækur sem tengjast Búddisma, perlur(sem var frábært því ég sleit hinar perlunar mínar við kyrjun um daginn),flott stórt hvítt handgert kerti með fjólublárri stjörnu í járnfötu, búið til í kertagerð Sólheima, kertastjaka og skál í stíl, trévíkingaskál, blóm, gjafakort í Kringluna og Smáralind, skemmtilegan geisladisk með Kim Larsen, fallega skartgripi(silfurhálsmen með bleikum steinum og eyrnalokka í stíl) og silfureyrnalokka með rauðum steinum, ilmspray, tösku, perlubuddu, steikarhnífarparasett og grilláhöld:-)
Enn og aftur, takk kærlega dúllurnar mínar:-)
Er alveg orðlaus og þakklát..