Mér
líður svo vel núna, er róleg, áhyggulaus og einhvern svona "mjúk" inni í mér:-)
Búin að eiga góðan og fjölbreyttan dag og fengið jákvæðar og fínar fréttir af fólki í kringum mig:-)
Byrjaði daginn snemma, vaknaði í rólegheitum, fékk mér kaffi, las blöðin og kíkti í tölvuna..
Fór í góðan jógatíma hjá Hauki í hádeginu og kom svo við í Kringlunni til að ná mér í gómsætan kaffilatte bolla:-)
Þar hitti ég óvænt frændfólk mitt frá Ísó, ég settist hjá þeim og áttum við gott spjall í tæplega hálftíma:-)
Þannig er að amma mín á Ísó á stórafmæli á laugardaginn:-)
og það á að halda svaka partý af því tilefni á laugardagskvöldið í Keflavík hjá frænda mínum:-)
Því eru ættingjarnir að koma alls staðar að allt frá Ísó til Noregs:-)
Nú jæja þegar ég var búin að kveðja hélt ég áfram för minni og nú var stefnan tekin í afa og ömmuhús í Grafarvogi þar sem ég var búin að mæla mér mót við frænku mína, til að hjálpa henni að taka til í kennsludótinu hennar ömmu, en einnig komu fleiri ættingar í tiltekt og í kaffispjalli komu fram fleiri jákvæðar fréttir:-)
Að tiltekt, kaffisopa og hitting loknum fór ég í bæinn, fékk mér að borða, settist út í sólskinið, hitti kunningja og fylgdist með mannlífinu:-)
Já, yndislegur og fallegur dagur að kveldi kominn:-)
Það eru þessar litlu, fallegu, einföldu hlutir eða stundir sem eru svo yndislegar, gefandi og góðar fyrir sálina og það er svo gott að líða svona vel:-)
t.d. að sitja í sólskininu með kaffibolla í hönd í góðra vina hópi, keyra einn með sjálfum sér og syngja með góðu lagi, eða kannski bara sitja einn á bekk, fylgjast með mannfólkinu og finna ástina og umhyggjuna gangvart lífinu í hjartanu:-)
Læt þetta duga í bili, elska ykkur öll og vona að þið finnið mýktina í sálinni og ástina gangvart ykkur sjálfum og öðrum.
Ef maður getur ekki elskað sjálfan sig, eins og maður er, þá er erfitt að elska aðra..
Vil enda á leiðsögn frá Ikeda:
7. desember
Það er hjartalag okkar sem breytir hjartalagi annarra. Vinskapur breytir fólki. Ferðalangar sem draga herðaslár sínar yfir sig og berjast ákveðið á móti köldum vindi slaka á af sjálfu sér og yfirbragð þeirra og gjörðir breytast þegar sólin yljar þeim.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home