þá
er sumarfríi lokið og alvaran tekin við;-)
Er búin að vera á tveggja daga námskeiði sem tengist lestri, lestrarkennslu og fleira og virkar þetta spennandi og nothæft allt saman og góð áskorun fyrir kennarann sem vill bæta sig, endurskoða, auka áhuga nemenda og þróa kennsluna:-)
Ætlunin er að taka upp þessa hugmyndafræði og kennsluhætti í 1. og 2. bekk og fylgir þessu þróunarverkefni þónokkur endurmenntun, námssmiðjur, undirbúningur, fundir og eftirfylgni:-)
Auk þessarar símenntunar sem safnast saman (því kennarar þurfa að ná 150 tímum í endurmenntun á hverju ári) stefni ég á að taka 1-2 námskeið í Kennó í vetur:-)
Að öðru leyti er allt rólegt ennþá:-)
Hef fengið góðar og jákvæðar fréttir frá vinum og vandamönnum, auk þess sem margt hefur skýrst sem tengist mínu umhverfi, námi og vinnu og óvissu um ákveðin mál hefur verið eytt og jákvæð niðurstaða fengist:-)
Hef ekki meira að segja í bili...
Eigið góða helgi, njótið lífsins og verið góð hvert við annað:-)
Risaknús og hamingja til ykkar elsku vinir:-)
Sandra kennari, skólakona og margt fleira:-)
Leiðsögn dagsins:
14.ágúst
Hinn þýski höfundur Hermann Hesse (1877-1962) skrifar að því meira sem einhver þroskast, því yngri verður hann. Og vissulega er fullt af fólki sem verður kraftmeira og ötulla, víðsýnna og umburðarlyndara eftir því sem það eldist, lifir við meira frelsi og sjálfstraust. Það er mikilvægt að muna að það að eldast og það að verða gamall er ekki endilega það sama.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
August 14
The German author Hermann Hesse (1877-1962) writes that the more one matures, the younger one grows. And certainly there are many people who, as they age, become increasingly vigorous and energetic, more broad-minded and tolerant, living with a greater sense of freedom and assurance. It is important to remember that aging and growing old are not necessarily the same thing.
<< Home