Tuesday, August 04, 2009

vil

minna á kertafleytinguna á fimmtudagskvöldið kl 22:30:-)


Annars er allt gott að frétta, er búin að fara þrisvar sinnum í bíó undanfarna daga, allt góðar myndir, en sumar betri en aðrar:-)
Fór á Harry Potter, Karlar sem hata konur og Bónorðið:-)
Hef líka verið dugleg í ræktinni, farið í bæinn og borðað ís og margt fleira:-)

Nóg framundan næstu daga, ætla að hitta vinkonu mína í dag, fer á dragkeppni annaðkvöld, fundur og kertafleyting á fimmtudaginn, gleðigangan og afmælispartý á laugardaginn og þarna inn á milli stefni ég líka á að fara í leikfimi, búðarferð og fleira:-)

Nóg um mig í bili:-)
Eigið góða daga og látið ykkur líða vel:-)
Sandra

Vil enda á leiðsögn frá Ikeda

7.júlí

Mikilvægt er að hafa visku, seiglu og sjálfstjáningu, ásamt sterkum lífskrafti sem gerir þessa hluti mögulega. Búddismi er einbeittur ásetningur til að sigra. Þetta er það sem Nichiren kennir. Þess vegna verður búddisti ekki sigraður. Ég vona að þið munið í starfi ykkar og daglegu lífi viðhalda árvökulum og sigursælum anda, kjarkmikil í gjörðum ykkar og sýna sigursæl raunverulega sönnun aftur og aftur.


Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda