Saturday, June 03, 2006

Byrjaði

daginn á því að vera í ábyrgð á Vífilsstöðum í morgun. Það gekk vel og voru rúmlega 15 manns þegar mest var. Alltaf gaman að taka á móti fólki, aðstoða og spjalla yfir kaffibolla:-)
Kom heim fljótlega eftir hádegi og sofnaði aðeins því ég er ennþá pínu slöpp eftir kvefpest og hnerraköst;-(
Eftir góðan lúr horfði ég aðeins á imbakassann og sótti svo sólstólinn niður í geymslu, plantaði honum á svalirnar, bar á mig sólarvörn og lagðist í sólbað í þessu yndislega veðri, og sofnaði aðeins aftur, það er svo notalegt að fá sér blund í sólbaði ;-)
Ætla nú að skola aðeins af mér og fara svo að horfa á vidjó með Heiði vinkonu minni;-)
Læt þetta nægja í bili og óska ykkur góðrar helgar..

Enda þetta á frábæru gullkorni sem ég fann í netheimum:

Þessi staður, þessi stund, þetta fólk, þessar kringumstæður. Allt er eins og það á að vera, núna!
-Óþekktur höfundur