í sumarfríi
er ljúft að vera:-)
Horfði á Walk the line í gærkvöldi. Mjög góð mynd og fínir leikarar, mæli með henni og gef 3 stjörnur.
Í kvöld er ungrakvennafundur og á morgun er stefnan tekin á Laugar þar sem ætlunin er að prófa nýjan danstíma:-)
Um mánaðarmótin júni/júlí stefni ég á að fara í nokkra daga ferðalag til Vestfjarða og í sveitina mína sem ég hef ekki komið til í mörg ár.. rifja upp gamla tíma, fara niður í fjöru og upp í fjall :-)
Langar að keyra a.m.k. aðra leiðina, stoppa fyrst á Flateyri, koma svo við á Ísó og heimsækja ömmu og halda svo áfram til Barðastrandar, gista þar, kannski fara á Látrabjarg eða Patró og keyra svo til Reykjavíkur eða taka Baldur til baka. Reikna með 2-3 daga ferð og hlakka mikið til :-)
Næstkomandi laugardagur 17. júní er mikill hátíðisdagur, bæði vegna þess að hann er þjóðhátíðardagur Íslendinga, en ekki síður hjá okkur búddistum sem höldum alltaf hátíðar og afmælis Gongyo þennan dag. En það sem gerir 17.júní 2006 ennþá hátíðlegri fyrir mig og mína eru þær fréttir að hann Jói minn mun taka á móti Omamori sem er mjög smár ferðagohonzon,
til að geta kyrjað hvar og hvenær sem er á ferðaflakkinu:-)
Gullkorn dagsins er tekið úr bókinni "1000 ástæður hamingju og gleði"
og hljómar svona:
Rætur hamingjunnar liggja í því að treysta sér til að vera sá sem maður er.
Ég er mjög sammála þessum orðum :-)
Þangað til næst..
Sandra
<< Home