Góð líðan
er gulls ígildi og þannig hefur mér liðið undanfarna daga;-)
Búin að hafa það mjög gott og skemmtilegt, dundað mér við margt og mikið og notið þess að vera í fríi og getað ráðstafað tíma mínum eins og ég vil;-)
Hef skroppið í sund, rölt um í verslunarmiðstöðvum, dundað mér við að undirbúa afmælið og er orðin frekar spennt fyrir því, farið á bíó, legið í sólbaði, farið á tvo magnaða og frábæra búddafundi, og margt fleira:-)
Og það er sko nóg framundan..
Síðasti laugardagurinn á morgun sem við Búddistarnir getum hist sameiginlega á Vífilstöðum og svo skemmtilega vill til að hverfið okkar sér um kaffið á morgun..
við Jói höfum sko staðið á haus í vikunni við bakstur og undirbúning og eru hvorki meira né minna en tvær skyrkökur, einn ávaxtaréttur og ein súkkulaðikaka tilbúnar í ískápnum;-)
Svo eru margir að útskrifast á morgun og fer ég í útskriftargrillveislu til frænku minnar annaðkveld, en hún er nú formlega orðin hjúkrunarfræðingur:-)
Til hamingju með það dúllan mín, sem og allir hinir sem ég þekki sem eru að útskrifast:-)
Á þriðjudagsköldið er ég boðin í stórafmæli hjá skólastjóranum mínum;-)
og svo í lok næstu viku held ég af stað í ferðalag innanlands, vestur í sveitina mína en þangað hef ég ekki komið í fjöldamörg ár..
Leiðsögn dagsins er alveg í takt við hugsanir mínar og tilveru mína núna:-)
Vil ég þakka Elísabetu kærlega fyrir þessa flottu þýðingu á leiðsögninni:-)
21.júní.
"Þegar þú tileinkar líf þitt í að ná markmiðum þínum, þá mun grunnhygginn gagnrýni ekki trufla þig. Í raun þá er ekki hægt að ná neinu mikilvægu ef þú lætur truflast af smávægilegum hlutum og ert sífellt að líta til baka og spá í hvað aðrir eru að segja eða hugsa. Lykillinn að markmiðinu er að halda striki á leiðinni sem þú velur".
Ikeda.
Óska ég ykkur góðrar og skemmtilegrar helgar, vona að þið njótið hennar vel og gangið hægt um gleðinnar dyr:-)
<< Home