Sunday, June 18, 2006

Hátíð í bæ.

Flottur dagur í gær 17. júní.
Byrjaði á því að fara á yndislegt hátíðargongyo í Hafnarfirði þar sem Jói minn var að taka á móti Omamori;-)
Fín dagskrá, t.d. söng barnadeildin fyrir okkur nokkur lög og við tókum að sjálfsögðu undir, ungmennadeildin (m.a. erum ég og Jói í henni) stjórnaði meiri söng;-)
sagt var frá magnaðri reynslu og margt fleira..
Eftir að dagskrá var lokið var boðið upp á veislukaffi og ég rölti um, spjallaði við marga og bauð í afmælið mitt :-)
Kom heim rúmlega 1, fékk mér kríublund og horfði svo að sjálfsögðu á handboltaleikinn, fór svo að fá mér hamborgara, tók rúnt um bæinn og endaði á því að horfa á spólu:-)
Jamm fínasti dagur í gær.
Ísland komst á HM, samtökin okkar áttu 26 ára afmæli, og margt fleira;-)

Verður mikið skemmtilegt að gerast hjá mér í næstu viku, nóg kyrjun, leikfimi og jafnvel bíóferð og töff að enda veturinn, fyrir sumarfrí hjá SGI með því að fara á 3 kvöld í röð á hverfisfundi:-)
hjá sitthvoru hverfinu;-)

Gullkorn dagsins er tekið úr bókinni "The little book of buddhism" eftir Dalai Lama og er svohljóðandi:
Cultivating closness and warmth for others automatically puts the mind in ease. It is the ultimate source of success in life.
Dalai Lama.

Heyrumst
Sandra