á ferðinni
Feðgarnir tóku sig til í gær og skruppu í Ikea og komu heim með 2 stykki milliveggi/hillur :-)
til að stúka íbúðina aðeins meira í sundur.
Mublurnar voru skrúfaðar saman og nú er sófinn innrammaður af þessum milliveggjum sem eru með fullt af litlum hólfum sem er næstum búið að fylla af allskyns dóti, myndum, bókum, diskum, styttum og fleira:-)
Þetta er nú bara mikið smart og kósý og kemur vel út:-)
Fer á hverfisfund í mínu hverfi í kvöld, ætla að sjá til með gestafundina á morgun og hinn..
Við vinkonurnar úr Ármúla stefnum á að fara út að borða í vikunni;-)
alltof langt síðan að við höfum hist..
Fer í útskriftarveislu hjá frænku minni á laugardagskvöld:-)
Engir leikfimitímar planaðir í vikunni, en ef sólin skyldi nú loksins láta sjá sig á morgun/fimmtudag er aldrei að vita nema maður skelli sér í sund og sólbað;-)
Já gott er að hafa nóg fyrir stafni, líka í sumarfríinu..
Vil enda á leiðsögn frá Daisaku Ikeda:
Jafnvel þá daga sem skýjað er og stormur blæs mun sólin alltaf halda áfram að skína fyrir ofan hin óreglulegu ský. Á sama hátt, hvaða erfiðleikar, þjáning eða sorg sem við munum standa frammi fyrir, er trúin það sem fyllir líf okkar eilífum stórfengleika, eins og ef sólin væri sífellt að rísa innra með okkur.
Ikeda
<< Home