Sjálfbær
þróun, umhverfisvernd og náttúrufræði eru mér hugleikin þessa dagana af nokkrum ástæðum. Fyrst má nefna flotta sýningu um sjálfbæra þróun í Ráðhúsi RVK sem vekur mann til umhugsunar en gefur um leið von og kraft til að taka á öllum þeim vandamálum sem steðja að jörð, lofti, láði og landi. Á sýningunni geta gestir skrifað hugmyndir sínar um betra samfélag og umhverfismál á hjörtu og hengt þau á vegginn og er það líka hluti af sýningunni;-)
Þetta er málefni sem allir þurfa að hugsa um og taka höndum saman um að gera eitthvað til að laga ástandið. Það geta allir gert eitthvað í sínu umhverfi, tekið lítil eða stór skref, það er bara að taka ákvörðun og byrja;-)
Ég er búin að fara nokkrum sinnum í Ráðhúsið og skoða og það er gaman, fallegt og mannbætandi að skoða hugmyndirnar og sýninguna, og ég hvet ykkur til að kíkja, sýningin stendur til 22. mars:-)
Svo er ég líka í áfanga í Kennó sem fjallar um sjálfbæra þróun og því er þetta málefni mér ofarlega í huga núna.
Vil setja hér inn umhugsunarverðar myndir og flott lag sem tengist málefninu.
Það er mannréttindavika núna og við erum að vinna verkefni í skólanum tengt því..
Svo er árshátíð nemenda í næstu viku og krakkarnir mínir eru á fullu að undirbúa atriði, semja lag og bulluorðatexta;-)
Nóg að gera um helgina, bíóferð og vinnutengt námskeið á laugardaginn, og jafnvel sameiginleg kyrjun á sunnudaginn;-)
Læt þetta nægja í bili;-)
Knús og kossar..
Sandra
Vil enda að venju á leiðsögn frá Ikeda:
17.mars
Þið megið ekki leyfa ykkur að verða gömul fyrir aldur fram. Lifið í anda æskunnar. Það er það sem búddisminn kennir okkur að gera, og það er þannig sem lífinu ætti að vera lifað. Ef þið skuldbindið ykkur til að vinna að hag annara, munuð þið yngjast upp. Ef þið helgið líf ykkar því að hjálpa öðrum, munuð þið vera ung. Kraftur Nam-mjóhó-renge-kjó ábyrgist það.
Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda
<< Home