Útifundur friðarsinna
Efnt verður til útifundar á Austurvelli mánudagur 30. mars, kl. 17 í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá stofnun Nató og inngöngu Íslands í hernaðarbandalagið. Hvetjum alla sem ala með sér friðarvon og ósk um ofbeldislausan heim að taka þátt.
Krafan er:
- Ísland standi utan allra hernaðarbandalaga.
- Landið og miðin verði lýst kjarnorkuvopnalaust svæði.
- Fest verði í stjórnarskrá að þjóðin sé herlaus og fari aldrei með ófriði gegn öðrum þjóðum.
Þátttaka í hernaðarbandalaginu hefur tengt nafn Íslands við hernað á vegum bandalagsins og rýrt orðspor þjóðarinnar sem friðelskandi þjóðar. Niðurstaða rannsóknar á vegum utanríkisráðuneytis sýnir einnig að þátttaka í kjarnorkubandalagi kallar ákveðina ógn yfir landið.
Friðarsinnar fjölmennum og sýnum að hugur fylgir máli.
<< Home